VEÐU2VF05 - Veður- og haffræði

veðurfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Inngangur að náttúruvísindum
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á lofthjúpi jarðar, lagskiptingu hans og helstu einkennum. Í áfanganum er farið í hvernig mismunandi veðrakerfi verða til og þróast og hvernig staðsetning veðrakerfa og landslag hefur áhrif á veðurfar á hverjum stað. Nemendur læra að lesa í veðurkort, og nýta sér vefsíður til að draga ályktanir um veðurfar. Nemendur læra um helstu hafstrauma jarðarinnar og samspil hafstrauma og veðrakerfa. Farið er yfir veðurfarsbreytingar og sveiflur bæði af náttúrulegum- og af mannavöldum og humyndir vísindamanna um þróun veðurfars á jörðinni.

Þekkingarviðmið

  • efnasamsetningu, lagskiptingu, og eðliseiginleikum lofthjúps jarðar
  • mismunandi skýjagerðum og flokkun þeirra
  • vindakerfi jarðar
  • árstíðum, orsökum og samhengi við veðurfar
  • loftslagsbeltum jarðar
  • tengslum veðurfars og gróðurbelta og tengslum veðurfars og landslags
  • ýmsum veðurfarslegum fyrirbærum
  • hafstraumum og blöndun sjávar með láréttum og lóðréttum hafstraumum
  • myndun hafíss
  • hringrásum efna í lofthjúpi og hafi
  • loftmengun og breytingum á loftslagi
  • loftslagsbreytingum af manna völdum

Leikniviðmið

  • greina ský og nýta skýjamyndanir til að segja til um veður
  • greina veðurkort
  • fjalla um veðurlag út frá stöðu veðrakerfa á nánd við Ísland
  • fjalla um ástand sjávar og mikilvægi þess fyrir lífríkið

Hæfnisviðmið

  • leggja mat á veðurfræðilegar upplýsingar sem nýtast í daglegu lífi
  • meta mögulegar veðurfarslegar ógnir
  • leggja mat á upplýsingar um veðurfyrirbæri
  • sjá samhengi og áhrif lifnaðarhátta á loftslag
  • meta þau áhrif sem hafið hefur á daglegt líf okkar, t.d. hvað varðar veðurfar, sjávarföll og strauma
  • leggja rökstutt mat á umfjöllun um loftslagsbreytingar á jörðinni og þær leiðir sem eru vænlegar til að sporna við þeim
Nánari upplýsingar á námskrá.is