STÆR1GH03 - Stærðfræðigrunnur

algebra, forgangsröð aðgerða, hnitakerfi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í talnameðferð og undirstöðuatriðum stærðfræðinnar og læri að beita skipulögðum vinnubrögðum við úrlausn verkefna. Áfanginn er fyrir þá sem telja sig þurfa að skerpa á grunnþáttum stærðfræðinnar eða fá aukið sjálfstraust í þessu fagi til að vera betur í stakk búin fyrir seinni stærðfræði áfanga. Farið verður í tölur, mengi, forgangsröð aðgerða, 1. og 2. stigs jöfnur og grunnþætti algebru og hnitakerfisins.

Þekkingarviðmið

  • talnamengjum, talnameðferð, almennum brotum og tugabrotum, frumtölum og deilanleika
  • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og 1. stigs jöfnum með einni áþekktri stærð, forgangsröð aðgerða og heiltöluveldi
  • jafna beinnar línu og hnitarúmfræði í tvívíðum fleti
  • framsetningu gagna á myndrænu formi

Leikniviðmið

  • beita helstu aðgerðum á heilar tölur og geta notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu í talnareikningi
  • breyta milli tugabrota og almennra brota og deilanleika með lágum tölum
  • beita veldareglum
  • setja fram svör með viðeigandi nákvæmni
  • forgangsraða aðgerðum, nota sviga og heiltöluveldi í algebru, og leysa jöfnur með einni óþekktri stærð
  • vinna með jöfnu beinnar línu, finna hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfis
  • tjá sig munnlega og skriflega á stærðfræðilegan hátt

Hæfnisviðmið

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á tenglsum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
  • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
Nánari upplýsingar á námskrá.is