FJAM2UF05 - Fjallamennska, undirstöðuatriði í rötun, kortalestri, klifri, sigi og línuvinnu

undirstöðuatriði í fjallamennsku

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að dýpka skilning á almennri Fjallamennsku. Farið er í undirstöðuatriði í undirbúningi ferðar tengd næringu, klæðnaði og útbúnaði á ferðalögum. Þeir möguleikar sem umhverfið bíður upp á þegar allt er á kafi í snjó eru skoðaðir. Farið verður yfir ýmis atriði er varða klifur, sig og línuvinnu. Einnig verður farið í hvernig maður metur snjóflóðahættu, unnið verður með snjóflóðaíla, gps og áttavita.

Þekkingarviðmið

  • verklegri og faglegri færni til þess að geta undirbúið sig og aðra til að fara í styttri og lengri gönguferðir yfir fjalllendi
  • að stunda fjallamennsku við mismunandi aðstæður s.s. veður, landslag, snjóalög, með ferðalögum um landið allan ársins hring
  • að nemendur þroski hæfileika sína til þess að vinna sjálfstætt og í samvinnu með öðrum
  • að auka skilning nemenda á því hvernig fjallamennska býður upp á nýja námsreynslu

Leikniviðmið

  • ferðast í hóp
  • vita hvaða grunnatriði þurfa að vera klár við skipulag ferða
  • þekkja hættur sem fylgja því að ferðast í óbyggðum
  • útbúa sig til lengri og styttri ferða s.s. nesti,fatnaður og búnaður

Hæfnisviðmið

  • ferðast með hóp og fara eftir reglum hópsins
  • fara eftir ferðaáætlunum
  • tryggja öryggi og meta hættur við að ferðast
Nánari upplýsingar á námskrá.is