LÍOL2IL05 - Líffæra- og lífeðlisfræði

innri líffæri

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Inngangur að náttúruvísindum
Í áfanganum verður farið yfir helstu grunndvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Farið verður yfir eftirfarandi líkamskerfi: Hringrásarkerfið (samsetning blóðsins, uppbygging og starfsemi hjartans og hringrásir blóðs og vessa) Öndunarkerfið (bygging og hlutverk öndunarfæranna, stjórn öndunar og loftskipti í lungum og vefjum) Meltingarkerfið (bygging og hlutverk meltingarfæranna og melting orkuefnanna) Þvagfærakerfið (bygging og hlutverk þvagfæranna, ferill þvagmyndunar og stilling þvagmagns) Æxlunarkerfið (bygging og hlutverk æxlunarfæranna, samsetning sæðis og þroskaferill eggfrumu)

Þekkingarviðmið

  • byggingu, starfsemi og hlutverkum hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfis
  • eðliseinkennum blóðs og hlutverki þess í líkamanum
  • megingerðum blóðfrumna, einkennum þeirra, hlutverki og myndunarstað
  • byggingu hjartans og eðli hjartsláttar
  • þeim þáttum sem ákvarða og stjórna blóðþrýstingi

Leikniviðmið

  • rekja blóðstreymið um hjartað
  • fylgja eftir flæði vessa um kerfið
  • rekja leið innönundarloftsins og lýsa stjórn öndunar

Hæfnisviðmið

  • útskýra leiðir blóðs um líkamann
  • útskýra ferli inn- og útöndunar
  • útskýra frjóvgun og fyrstu daga fósturþroskans
Nánari upplýsingar á námskrá.is