STÆR3FM05 - Föll, markgildi og deildun algengustu falla

Föll, markgildi og deildun algengustu falla

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: A.m.k. 10 einingar í stærðfræði á 2. þrepi
Algeng föll, meðhöndlun og eiginleikar þeirra. Hugtökin markgildi og afliður og hvernig hægt er að nota afliður til að fá upplýsingar um gröf falla.

Þekkingarviðmið

  • algengustu föllum s. s. margliða, veldis- og rótarfalla
  • lausnum jafna sérhæfðra falla, s.s. á horna- og lografalla
  • deildun eftirfarandi falla: vísis- og lografalla, samsettra falla og hornafalla.
  • hagnýtingu framangreindrar stærðfræði á öðrum sviðum, s.s. í hagfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.

Leikniviðmið

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á mæltu máli, myndrænt og með hjálpartækjum
  • rissa upp gröf algengustu falla á fljótlegan hátt
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur

Hæfnisviðmið

  • skeyta saman einföld föll og reikna út andhverfur falla
  • meðhöndla föll sem lýsa vísisvexti og nota logra til að leysa jöfnur og önnur viðfangsefni
  • reikna einföld markgildi og ganga úr skugga um hvort fall af einfaldri gerð sé samfellt og/eða deildanlegt
  • leysa há- og lággildisverkefni og önnur klassísk verkefni sem krefjast notkunar afleiðu, s.s. í sambandi við vegalengd, hraða og hröðun
  • nota skilgreiningu afleiðu til að leiða út formúlur fyrir afleiður falla
Nánari upplýsingar á námskrá.is