LÍFF2GL05 - Grunnáfangi í Líffræði

Grunnáfangi í Líffræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Inngangur að náttúruvísindum
Í áfanganum verður farið yfir helstu þætti sem einkenna líf í sjó og á landi. Byggingu frumna, flokkun lífvera, ljóstillífun, öndun, osmósu, æxlun lífvera, dreifkjörnunga og heilkjörnunga, frumbjarga og ófrumbjarga lífverur svo fátt eitt sé nefnt. Nemendur fá einnig kynningu og erfðafræði og vistfræði.

Þekkingarviðmið

  • vísindalegum aðferðum
  • uppbyggingu frumu, starfsemi hennar og hlutverki
  • uppbyggingu og starfsemi dreif- og heilkjörnunga
  • hvað það er sem einkennir frumbjarga og ófrumbjarga lífshætti
  • hringrás orku og efna í náttúrunni
  • ljóstillífun

Leikniviðmið

  • beita vísindalegum aðferðum
  • lýsa í máli og myndum uppbyggingu frumu, starfsemi hennar og hlutverki
  • lýsa byggingu og starfsemi dreif- og heilkjörnunga
  • útskýra hringrás orku og efna í náttúrunni
  • lesa og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
  • tjá kunnáttu sína bæði munnlega og skriflega

Hæfnisviðmið

  • geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefni áfanganas og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
  • átta sig á tengslum viðfangsefna áfangans við aðra þætti samfélagsins
  • tjá sig um einstaka efnisþætti
  • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi og unnið sjálfstætt og í samvinnu við aðra
Nánari upplýsingar á námskrá.is