NÆRI3NA05 - Næringarfræði sértækra hópa og við sérstæðar aðstæður

Næringarfræði sértækra hópa og við sérstæðar aðstæður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: A.m.k. 5 einingar í næringarfræði á 2. þrepi
Í áfanganum verður farið dýpra yfir ýmis atriði tengd næringarfræðinni, s.s. orku- og bætiefnin og þau skoðuð út frá sértækum hópum og sérstæðum aðstæðum, t.d. skera sig niður, byggja upp kolvetnisbirgðir og undirbúningur fyrir langa útiveru. Einnig verður farið yfir orkuinnihald matvara og fundið út hvaða matvörur henta best fyrir hina ýmsu sértæku hópa eða sérstæðu aðstæður. Í áfanganum verður unnið með uppskriftir og matardagbækur nemenda ásamt uppskriftum og matardagbókum sértækra hópa. Nemendur vinna verkefni tengdum heilsueflandi framhaldsskóla og koma m.a. með eina uppskrift vikulega sem tengist heilsueflandi framhaldsskóla til að birta á heimasíðu skólans.

Þekkingarviðmið

  • viðfangsefninu "Heilsueflandi framhaldsskóli – næringarfræðihluti"
  • fæði/næringu íþrótta- og útivistarfólks fyrir, meðan og eftir keppni/útiveru
  • fæði/næringu fólks við mismunandi aðstæður, s.s. fólks sem þarf að léttast/þyngjast
  • fæði/næringu íþróttafólks við sérstækar aðstæður, s.s. byggja upp kolvetnislager, skera sig niður og byggja upp vöðva

Leikniviðmið

  • meta hollar uppskriftir sem uppfylla kröfur "Heilsueflandi framhaldsskóli – næringarfræðihluti"
  • vinna á næringarfræðiforritum eins og www.matarvefurinn.is og nýta sér forritin í daglegu lífi
  • skipuleggja fæði fólks við mismunandi og sérstækar aðstæður

Hæfnisviðmið

  • taka þátt í umræðum um viðfangsefnin
  • taka upplýsta ákvörðun um hvað sé rétt og hvað sé rangt tengt viðfangsefnunum
Nánari upplýsingar á námskrá.is