KNAT3KÆ02 - Knattspyrnuæfingar

Knattspyrnuæfingar

Einingafjöldi: 2
Þrep: 3
Forkröfur: Engar
Viðfangsefni áfangans er knattspyrna og munu nemendur stunda tvær æfingar á viku alla önnina.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi góðrar og vel uppsettrar upphitunar sem hluti af æfingu
  • grunnreglum íþróttagreinarinnar við það að iðka íþróttagreinina
  • grunntækniatriðum íþróttagreinarinnar, s.s. knattrak, gabbhreyfingar, sendingar og móttaka við það að iðka íþróttagreinina
  • leikfræði íþróttagreinarinnar, s.s. 1. og 2. varnar- og sóknarmaður við það að iðka íþróttagreinina

Leikniviðmið

  • framkvæma góða og skipulagði upphitun til undirbúnings fyrir æfingu
  • útfæra og framkvæma grunntækniatriði íþróttagreinarinnar

Hæfnisviðmið

  • auka færni sína í íþróttagreininni bæði tæknilega sem og leikfræðilega
Nánari upplýsingar á námskrá.is