SAGA2LS05 - Listasaga

listasaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Inngangur að listum
Listasagan er rakin og stiklað er á stóru í evrópskum sjónlistum frá fornöld til nútímans. Ljósi er varpað á tengsl ólíkra listsviða og þá einkum byggingarlist, málaralist, og höggmyndalist og munu nemendur nýta sér fjölbreytilega miðla við upplýsingaleit og framsetningu verkefna. Lögð verður áhersla á að greina eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Stefnt er að því að nemendur verði færir um að meta ólíka list á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt, öðlist grunnkunnáttu til að lesa algeng tákn og merkingu út úr listaverkum og geti að einhverju leyti lagt mat á fagurfræðilegt gildi þeirra. Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara en jafnframt vinna nemendur verklega að eigin málverkum og greinargerð um þær stefnur og tímabil sem tekin eru fyrir og kynna niðurstöður hver fyrir öðrum. Nemendur læra um helstu stílbrigði sjónlista á afmörkuðum tímabilum í sögu Evrópu, tæknilegar og félagslegar forsendur listsköpunar á hverjum tíma.

Þekkingarviðmið

  • sögu vestrænnar myndlistar
  • helstu listamönnum sögunnar og helstu listastefnum
  • helstu listsögulegu hugtökum, tímabilum og tegundum verka
  • helstu listfræðilegu aðferðum og hugtökum

Leikniviðmið

  • lesa listaverk eins og þau koma honum fyrir sjónir í bókum og öðrum prentmiðlum eða rafrænum miðlum, í listasöfnum og galleríum, í opinberu rými og daglegu umhverfi
  • skrifa um myndlist og hafi til þess hagnýta þekkingu á helstu hugtökum og aðferðum við greiningu, mat og túlkun á myndlistarverkum
  • túlka listastefnu í eigin listaverki
  • tjá sig um eigin sköpun
  • taka þátt í umræðu um myndlist, bæði með því að beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn til að taka gagnrýni á uppbyggilegan máta

Hæfnisviðmið

  • greina og túlka listaverk
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu listaverka
  • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum við ólíka viðmælendur
  • skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
  • vinna sérvalið verk úr listasögunni og gera eigin útgáfu
  • standa að sýningu þar sem nemandinn miðlar eigin sköpun sem byggðer á helstu stefnum og straumum í vestrænni myndlist
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • meta eigið vinnuframlag
Nánari upplýsingar á námskrá.is