BJÖR2BJ05 - Menntun björgunarmannsins í hinum ýmsu aðstæðum

Menntun björgunarmannsins í hinum ýmsu aðstæðum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar en nemandi þarf að vera orðinn 18 ára og vera með samning við björgunarsveit á svæðinu
Grunnnám fyrir fólk sem vill starfa í björgunarsveit. Námið samanstendur af 9 stökum námskeiðum til að afla almennrar þekkingar og skilning á starfi björgunarmannsins. Markmið áfangans er að gera einstaklinginn hæfari til þess að sinna hinum ýmsu verkefnum sem koma upp í björgunarsveit.

Þekkingarviðmið

  • starfi björgunarmannsins, lögum og reglugerðum sem björgunarmaður gengst undir
  • þeim tólum og tækjum sem björgunarmaðurinn getur nýtt sér við starf sitt

Leikniviðmið

  • meta hættur við sjó og vötn
  • nota fjarskiptatæki
  • ferðast við mismunandi aðstæður
  • nota áttavita og staðsetningartæki
  • meta snjóflóðahættur og leitað að félaga í snjóflóði
  • beita skipulagðri leit
  • veita fyrstu hjálp í óbyggðum
  • síga í klettum, klettaklifri og ísklifri.

Hæfnisviðmið

  • vita hvaða kröfur eru gerðar til björgunarmanns
  • þekkja hættur sem felast í umgengni við snjó í fjöllum,sjó og vötn
  • beita grunnatriðum í notkun fjarskiptatækja
  • ferðast um svæðið og skipuleggja ferð m.t.t. næringar, ferðahegðunar, notkunar prímusa
  • nota áttavita og staðsetningartæki til að taka stefnur og rata á milli staða
  • geta tekið þátt í leit af týndu fólki
  • geta brugðist rétt við aðstæðum þegar slys ber að höndum á fjöllum
  • kunna notkun tækja við vetrarfjallamennsku s.s. mannbrodda, ísöxi, línumeðferð, sig og létt klifur og að kunna mikilvæga hnúta
Nánari upplýsingar á námskrá.is