BOLT2KB05 - Boltagreinar: knattspyrna og blak

knattspyrna blak

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Farið verður í grunntækniatriði, leikfræði, spilaform og reglur í báðum íþróttagreinunum ásamt keppnisformi beggja greinanna hjá börnum (7 manna bolti og krakkablak). Einnig verður farið í þjálfunar- og kennsluaðferðir, s.s. heild/hluta/heild og þróunaraðferðina (frá því einfalda til hins flókna)

Þekkingarviðmið

  • grunnreglum íþróttagreinanna
  • keppnisformi íþróttagreinanna hjá börnum (7 manna bolti og krakkablak)
  • tækniatriðum og leikfræði íþróttagreinanna
  • helstu þjálfunar- og kennsluaðferðum
  • uppsetningu og uppbyggingu tímaseðils við kennslu eða þjálfun íþróttagreinanna hjá börnum

Leikniviðmið

  • framkvæma grunntækniatriði íþróttagreinanna
  • setja upp tímaseðil fyrir börn í íþróttagreinunum

Hæfnisviðmið

  • geta dæmt kappleiki hjá börnum í íþróttagreinunum
  • geta starfað sem leiðbeinandi hjá börnum í íþróttagreinunum
Nánari upplýsingar á námskrá.is