INNÁ1IN05 - Grunnatriði og grunnhugtök náttúruvísindagreina

inngangur að náttúruvísindum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum verður farið yfir grunnatriðin í þeim námsgreinum sem tengjast náttúruvísindum. Þessar greinar eru: Líffærafræði, lífeðlisfræði, næringarfræði, jarðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Námsgreinarnar verða annað hvort teknar fyrir stakar eða tvinnaðar saman yfir lengri tíma.

Þekkingarviðmið

  • grunnhugtökum næringarfræðinnar
  • grunngerð mannslíkamans
  • frumu- og vefjagerð mannslíkamans
  • sérstöðu Íslands í jarðfræðilegu tilliti, landrekskenningu og möttulstrókum
  • innrænum öflum sem móta landið
  • hreyfingu eftir beinni línu, hröðun og krafti
  • uppbyggingu frumefna og lotukerfinu

Leikniviðmið

  • reikna út orkugildi matvara og hlutfall orkuefnanna í matvörum
  • geti útskýrt byggingu líkamans út frá áttum og plönum
  • draga hæðarlínur og teikna þversnið
  • lesa í landslag og átta sig á hvaða innri og ytri öfl hafa verið að verki

Hæfnisviðmið

  • meta orkumikil og orkulítil matvæli
  • útskýra hreyfingu efna yfir frumuhimnur
  • útskýra afstæðan aldur jarðlaga
  • reikna út hraða, hröðun og krafta sem verka á hluti
Nánari upplýsingar á námskrá.is