HEIM2AH05 - Almenn heimspeki

almenn heimspeki

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Inngangur að félagsvísindum
Áfanginn er almenn kynning á heimspeki sem fræðigrein. Söguleg staða vestrænnar heimspeki innan fræðigreina útskýrð og tengsl við hugvísindi. Sérkenni heimspekinnar tekin fyrir. Fjallað verður um helstu heimspekinga og kenningar vestrænnar heimspekisögu.

Þekkingarviðmið

  • sögu vestrænnar heimspeki
  • sérstöðu fræðigreinarinnar heimspeki meðal vísindanna
  • helstu heimspekingum sögunnar og stefnum þeirra
  • helstu aðgreiningar, kenningar og lögmál heimspekinnar.

Leikniviðmið

  • beita heimspekinni á ólík vandamál, hvort sem þau eru siðferðilegs eðlis eða þekkingarfræðileg
  • aðgreina heimspekileg vandamál frá öðrum vandamálum
  • beita heimspekilegri nálgun á einfalda texta
  • taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með virkri hlustun og rökstuddri afstöðu til að:
  • taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með því að beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn til að taka gagnrýni á uppbyggilegan máta.

Hæfnisviðmið

  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
  • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum við ólíka viðmælendur
  • skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar af talsverðu öryggi og bregðast við viðmælendum
  • skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
  • skrifa margs konar texta og fylgja þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • meta eigið vinnuframlag
Nánari upplýsingar á námskrá.is