LÝÐH2ÁE03 - Lýðheilsa: áætlunargerð og eigin þjálfun

eigin þjálfun og áætlunargerð

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: amk 10 einingar í Lýðheilsu á 1. þrepi
Áfanginn er eingöngu verklegur og eru þrjár kennslustundir á viku. Fyrsta kennslustundin fer fram inni í íþróttasal og mun kennari stjórna þeim tíma. Í annarri kennslustundinni fá nemendur möguleika til að velja sér hreyfingu (utandyra, ræktin, íþróttasalur eða sundlaugin) og stjórna þeir að mestu leyti hreyfingunni sinni. Þriðja kennslustundin er síðan eigin þjálfun nemanda, sem fram fer í ræktinni, þar sem þeir vinna eftir skipulagi sem þeir útbúa þar sem markmiðið er þol og/eða styrkur.

Þekkingarviðmið

  • áætlunargerð til skemmri og lengri tíma
  • mikilvægi hreyfingar í hinu daglega lífi

Leikniviðmið

  • útbúa áætlun út frá markmiðum hvers og eins
  • framkvæma áætlunina eins og hún er sett upp

Hæfnisviðmið

  • útbúa skipulagða áætlun út frá eigin markmiðum sem stuðla að heilbrigðara líferni
Nánari upplýsingar á námskrá.is