Boltaíþróttir - BOL2A05

Lýsandi heiti áfanga: Boltagreinar: Knattspyrna og blak
Framhaldsskólaeiningar: 5
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Farið verður í grunntækniatriði, leikfræði, spilaform og reglur í báðum íþróttagreinunum ásamt keppnisformi beggja greinanna hjá börnum (7 manna bolti og krakkablak). Einnig verður farið í þjálfunar- og kennsluaðferðir, s.s. heild/hluta/heild og þróunaraðferðina (frá því einfalda til hins flókna)

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: 

  • grunnreglum íþróttagreinanna
  • keppnisformi íþróttagreinanna hjá börnum (7 manna bolti og krakkablak)
  • tækniatriðum og leikfræði íþróttagreinanna
  • helstu þjálfunar- og kennsluaðferðum
  • uppsetningu og uppbyggingu tímaseðils við kennslu eða þjálfun íþróttagreinanna hjá börnum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma grunntækniatriði íþróttagreinanna
  • setja upp tímaseðil fyrir börn í íþróttagreinunum

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta dæmt kappleiki hjá börnum í íþróttagreinunum
  • geta starfað sem leiðbeinandi hjá börnum í íþróttagreinunum

Námsmat:

Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa einnig að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar