Umhverfisstefna

Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.

Markmið:

Markmiðið með verkefninu er að gera starfssemi skólans umhverfisvænni, auka
vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra, draga úr rekstrarkostnaði,
innleiða áherslur í umhverfismálum og að gera aðgerðir skólans í umhverfismálum
sýnilegar. Stefnt skal að því að innleiða græn skref í ríkisrekstri, en í því felst m.a.
að:
● auka fræðslu og umræðu um umhverfismál innan skólans og virkja nemendur
og starfslið skólans til þátttöku í umhverfismálum
● flokka allt rusl og minnka pappírs og plastnotkun
● ná hámarksnýtingu og draga úr hvers kyns sóun verðmæta
● endurnota og endurvinna úrgang sem til fellur eftir því sem kostur er og
tryggja að spilliefnum sé fargað á viðeigandi hátt.
● draga úr notkun einnota hluta eins og kostur er.
● velja viðurkenndar "umhverfisvænar" vörur frekar en þær sem valda meiri
skaða á umhverfinu
● hvetja starfsfólk og nemendur til vistvænna samgönguleiða
● vera í fararbroddi í umhverfismálum og fylgjast með framförum Fjallabyggðar í
þeim málaflokki


Unnið að verkefninu:
Í grænu skrefunum eru tilgreindar aðgerðir sem snerta sex umhverfisþætti: Rafmagn
og húshitun, flokkun og minni sóun, viðburðir og fundir, samgöngur, innkaup, miðlun
og stjórnun. Þegar skólinn hefur uppfyllt lágmarkskröfur gátlista grænna skrefa
öðlast hann eitt skref í tilheyrandi viðurkenningarskjal, samtals er um 5 skref að
ræða.Tengiliður verkefnisins er Unnur Hafstað.
Umhverfisstefna Menntaskólans á Tröllaskaga byggir á innleiðingu grænna skrefa í
ríkissrekstri og tillögum um umhverfisstefnu í ríkisrekstri sem umhverfisráðuneytið
gaf út 1997 og samþykktar voru í ríkisstjórn 1997.

 

 

Síðast breytt 07.05.2018