Menningarstefna
Menntaskólans á Tröllaskaga
Markmið Menntaskólans á Tröllaskaga er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviðum lista og menningararfs[1].
Þessum markmiðum verður náð með því að:
a) listfræðsla og listkennsla verði ríkur þáttur í skólastarfinu
b) hvetja til virkrar þátttöku, sköpunar og frumkvæðis nemenda í samræmi við aukna áherslu á gagnrýna
hugsun, sköpun og umburðarlyndi
c) hafa virk tengsl við menningarstofnanir og aðra þá sem eru að vinna að listum og menningararfi
d) leggja áherslu á samstarf við starfandi listamenn, innlenda sem erlenda
e) gera nemendum kleift að njóta lista, örva sköpun og gagnrýna hugsun
f) stuðla að virkri þátttöku og sköpun nemenda í gegnum netið
g) leggja áherslu á upplýsinga- og miðlalæsi
Leiðir að markmiðum
Listfræðsla og listkennsla verði ríkur þáttur í skólastarfinu
- Boðið sé upp á listnámsbraut þar sem lögð er áhersla á fagurlistir, listljósmyndun og tónlist
- Nemendur geti í einhverjum tilfellum tvinnað listir inn í viðfangsefni sín í sem flestum námsáföngum skólans
- Lögð áhersla á að auðga nærumhverfi skólans með starfsemi skólans á listasviðinu sem og að nýta nærumhverfið við listsköpun
Hvetja til virkrar þátttöku, sköpunar og frumkvæðis nemenda í samræmi við aukna áherslu á gagnrýna hugsun, sköpun og umburðarlyndi
- Frumkvöðlafræði sé kjarnanámsgrein skólans
- Inngangur að listum sé kjarnanámsgrein skólans
- Nemendur hvattir til frumkvæðis og sköpunar í lausnum viðfangsefna og það komi fram að einhverju leyti í námsmati hvers áfanga eftir því sem tök eru á
- Starfsmenn hvattir til frumkvæðis og sköpunar í kennsluaðferðum, gerð verkefna og námsmati
- Hlúð verði að fjölmenningu á fjölbreyttan hátt, innan skólans, gestaheimsóknum og samstarfi við aðra
- Starfsmenn hvattir til þátttöku í skapandi greinum í umhverfi sínu og njóti velvilja við eigin listsköpun
- Nemendur studdir til að þróa gagnrýna hugsun og að geta gagnrýnt skoðanir annarra á uppbyggilegan hátt sem og listiðkun af fjölbreyttu tagi
- Standa fyrir opinberri sýningu á hverri önn sem sýnir sköpun og frumkvæði nemenda
- Leitast við að útskrifa nemendur sem hafi tileinkað sér frumkvæði og skapandi hugsun
Hafa virk tengsl við menningarstofnanir og aðra þá sem eru að vinna að listum og menningararfi
- Gera virka samstarfssamninga við menningarstofnanir og aðra eftir því sem við á
- Miðla starfsemi skólans til menningarstofnana og annarra eftir því sem við á
Leggja áherslu á samstarf við starfandi listamenn, innlenda sem erlenda
- Gera erlendum listamönnum kleift að koma í skólann, kynna list sína og vinna með kennurum og nemendum
- Greiða fyrir heimsóknum listamanna til að kynna list sína
Gera nemendum kleift að njóta lista, örva sköpun og gagnrýna hugsun
- Hafa sýnilega list af fjölbreyttu tagi eftir þekkta sem óþekkta listamenn og nemendur í húsnæði skólans og á skólalóð
- Standa fyrir ferðum á lista- og menningarsöfn
- Efla getu nemenda á að gagnrýna listaverk og listiðkun af fjölbreyttu tagi
Stuðla að virkri þátttöku og sköpun nemenda í gegnum netið
- Nemendur miðli verkum sínum á netinu
- Nemendur hafi samstarf og samvinnu um netið
Leggja áherslu á upplýsinga- og miðlalæsi
- Námsáfangi í upplýsingatækni sé kjarnagrein á öllum námsbrautum þar sem meðal annars er lögð áhersla á miðlalæsi
Heimildir:
Alþingi. (2013). Þingsályktun um menningarstefnu. Sótt 6. mars 2017 af http://www.althingi.is/altext/141/s/1149.html
[1] Stefnan byggir á þingsályktunartillögu Alþingis um menningarmál, sjá heimild.