Jafnréttisáætlun

Í Menntaskólanum á Tröllaskaga skal stuðlað að því að hver einstaklingur nýti hæfileika sína og krafta sem best, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag. Stefnt er að því að tryggja hverjum og einum viðfangsefni og menntun við hæfi.

 Jafnréttisáætlun Menntaskólans á Tröllaskaga í samræmi við
18.-23.gr. laga nr. 10/2008

1. Inngangur

Í Stjórnarskrá lýðveldisins stendur:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Þetta lagaákvæði liggur til grundvallar jafnréttisáætlunnar Menntaskólans á Tröllaskaga.

2. Stefna
Stefna Menntaskólans á Tröllaskaga er að allir, nemendur sem starfsmenn, njóti jafns réttar án tillits til aðgreinandi þátta. Þannig nýtist mannauður skólans best.

3. Markmið og leiðir

3.1 Ráðningar

Í auglýsingum eru störf ókyngreind og þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsinga. Við ráðningu nýs starfsmanns skal gæta jafnréttissjónarmiða[1].
Leitast skal við að halda fjölda starfsmanna af hvoru kyni sem jöfnustum svo fremi sem umsækjendur eru jafnhæfir. Konur og karlar skulu njóta sömu launakjara og hafa jafna möguleika á launuðum aukastörfum innan skólans. Fólki skal eigi heldur mismunað í launum eftir öðrum aðgreinandi þáttum.

Aðgerð

Mælikvarði

Ábyrgð

Tímarammi

Í auglýsingum skulu störf ókyngreind. Það kyn sem hallar á skal hvatt til að sækja um.

Fjöldi auglýsinga þar sem það kyn sem hallar á er hvatt til að sækja um starfið.

Skólameistari

1x á ári

Að ráða það kyn sem hallar á séu tveir einstaklingar jafn hæfir í starf.

Mæling á fjölda starfsmanna eftir starfsheitum og kyni.

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

1x á ári

Að greiða jöfn laun og bjóða sömu kjör fyrir sambærileg störf.

Mæling á launum og hlunnindum skipt eftir kyni og starfsheitum.

Skólameistari

1x á ári

Að aukastörf eða tiltæk yfirvinna standi starfsfólki jafnt til boða, óháð kyni, aldri eða öðrum aðgreinandi þáttum.

Mæling á aukastörfum og yfirvinnu eftir aldri, kyni eða öðrum aðgreinandi þáttum.

Skólameistari

1x á ári

 

3.2 Starfsþróun og endurmenntun
Starfsfólki eru tryggðir möguleikar til endurmenntunar og starfsþróunar, óháð kyni.

Aðgerð

Mælikvarði

Ábyrgð

Tímarammi

Að tryggja starfsfólki möguleika á endurmenntun og starfsþróun, óháð kyni.

Mæling á fjölda tækifæra til endurmenntunar með tilliti til kyns.

Skólameistari

1x á ári

Að starfsmenn séu metnir reglubundið með tilliti til starfsþróunar.

Mæling á hlutfalli starfsmanna eftir kyni sem fara í reglubundin starfsmannaviðtöl/árangursmat.

Skólameistari

1x á ári3.3 Starfsskilyrði
Vinnuaðstaða skal taka mið af þörfum beggja kynja. Við úthlutun verkefna skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað.

Aðgerð

Mælikvarði

Ábyrgð

Tímarammi

Að sjá til þess að vinnuaðstaða starfamanna og nemenda henti báðum kynjum.

Vinnuaðstaða starfsmanna og nemenda metin með hliðsjón af þörfum beggja kynja.

Skólameistari

1x á ári

Að sjá til þess að kynjum sé ekki mismunað við úthlutun verkefna.

Mæling á úthlutum verkefna með tilliti til kyns.

Skólameistari

1x á ári3.4 Samræming fjölskyldulífs og vinnu/náms

Menntaskólinn á Tröllaskaga gerir starfsfólki sínu kleift að samræma störf sín og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu eftir því sem við verður komið. Skólinn tekur einnig tillit til sérstakra aðstæðna nemenda vegna skólasóknar.

Aðgerð

Mælikvarði

Ábyrgð

Tímarammi

Að hvetja bæði kyn til að nýta sér rétt sinn til fæðingar- og foreldraorlofs

Mæling á fjölda starfsmanna flokkað eftir stöðugildum og kyni sem tekur fæðingar- og foreldraorlof, mælt í vikum.

Skólameistari

1x á ári

Að mæta þörfum nemenda og starfsfólks á fjarveru vegna veikinda eða annarra tímabundinna erfiðleika í einkalífi. Metið í samræmi við viðmið skóla í hverju einstöku tilfelli.

Mæling á fjölda nemenda og starfsmanna skipt eftir brautum, starfsheitum og kyni sem nýtir sér þau úrræði sem skólinn veitir vegna veikinda eða annarra tímabundinna erfiðleika í einkalífi.

Aðstoðarskólameistari

1x á önn

Að kynna báðum kynjum réttindi sín vegna veikinda barna.

Mæling á fjölda starfsmanna eftir stöðugildum og kyni sem tekur frí vegna veikinda barna.

Aðstoðarskólameistari

1x á ári3.5 Starfsandi og líðan starfsmanna og nemenda
Menntaskólinn á Tröllaskaga leggur áherslu á góða líðan allra sem í skólanum starfa og góðan starfsanda. Allir starfsmenn og nemendur skólans eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Einelti og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin.

Aðgerð

Mælikvarði

Ábyrgð

Tímarammi

Að sjá til þess að starfsfólki og nemendum líði vel í skólanum og góður starfsandi ríki.

Kannanir meðal nemenda og starfsmanna er varðar starfsanda og líðan.

Skólameistari

1x á ári4. Ábyrgð

Skólameistari ber ábyrgð á að jafnréttisáætlun sé framfylgt.

Gildir 2016-2019

Endurskoðað í apríl 2016


[1]Þegar rætt er um jafnréttissjónarmið er átt við óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag.