STÆR3DU05 - Stærðfræði, dulritun og talnafræði

dulritun og talnafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Í þessum áfanga er farið í grunnatriði dulritunar og talnafræði. Byrjað er á sögu dulkóðunar og klassískum dulkóðunaraðferðum og tólum úr talnafræði sem eru undirstaðan fyrir dulritun. Áhersla er á dulkóðunarverkefni sem hægt er að leysa handvirkt en einnig er farið í einföld forritunarverkefni ásamt hefðbundnum stærðfræðidæmum. Loks er kynnig á ritvinnsluforritinu LaTex en flestir stærðfræðingar og verkfræðingar nota það til að koma frá sér rituðum texta.

Þekkingarviðmið

  • ● Tilgangi dulritunar og notkunardæmi hennar í sögulegu samhengi.
  • Tilgangi dulritunar og notkun í nútímasamfélagi
  • Grunnatriði talnafræðinnar, sérstaklega þeim sem snúa að dulritun
  • Einföldu forritunarmáli, sérstaklega þegar kemur að útfærslu reiknirita í talnafræði og dulritun
  • Algengustu reikniritum sem koma mikið við sögu í dulkóðun, s.s. reiknirit Evklíðs til að finna stærsta samnefnara
  • Nokkrum atriðum um notkun dulritunar

Leikniviðmið

  • Nota einfaldar dulkóðunaraðferðir til að dulkóða stuttan texta í höndunum
  • Lesa og nota einfalt forrit sem beitir öflugri dulkóðunaraðferðum til að dulkóða texta
  • Leysa talnafræðileg verkefni, bæði í höndunum og með aðstoð forrits
  • Nota algeng reiknirit sem koma mikið við sögu í dulkóðun, s.s. reiknirit Evklíðs til að finna stærsta samnefnara

Hæfnisviðmið

  • Útbúa einfaldar þrautir tengdar dulritun
  • Leysa einfaldar þrautir tengdar dulritun
  • Gera sér grein fyrir að margar dulritunaðferðir eru of auðbrjótanlegar til að vera nothæfar í nútímasamfélagi
  • Lesa og nýta einfalt forritunarmál í öðrum stærðfræðigreinum
Nánari upplýsingar á námskrá.is