Verkefnavinna - VERV1A05

Lýsandi heiti áfanga: Verkefnavinna
Framhaldsskólaeiningar: 5
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Nemendur velja sér verkefni í samráði við kennara, nemendur þurfa að rökstyðja val sitt á verkefni og semja um hvernig afurð verkefnisins verður skilað í lokin áður en vinnan hefst.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • viðfangsefninu sem hann velur sér
  • því hvernig best er að kynna vinnuna í lokin
  • því hvernig hægt er að rökstyðja val sitt á verkefni


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • safna saman upplýsingum og vinna úr þeim
  • kynna vinnu sína að verkefni loknu
  • rökstyðja val sitt á verkefni


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna verkefni útfrá fyrirfram ákveðinni hugmynd
  • tjá sig um verkefnið og miðla þekkingu, hugmyndum og skoðunum og bregðast við gagnrýni áheyrenda


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.

Birt með fyrirvara um breytingar