Útivist - ÚTI3A05

Lýsandi heiti áfanga: Útivist í snjó og vetrarfjallamennska
Framhaldsskólaeiningar: 5
Undanfari: A.m.k. 10 einingar í útivist eða fjallamennsku á 2. þrepi

Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er að mestu leyti verklegur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar er snjór. ísklifur, skíði (alpa, fjalla og göngu), snjóbretti, snjóhúsagerð og fjallamennska. Helmingur tímafjöldans fer í ferðir á eigin vegum til að auka hæfni í undirbúning, skipulagningu, rötun, kortalestri og hópstjórn. 1 tveggja nátt ferð og svo styttri ferðir með samnemendum þar sem þeir skiptast á að leiða hópinn. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í ísklifri, skíðun (alpa, fjalla og göngu), snjóbrettun, gerð snjóhúsa, snjóflóðaathugun og fjallamennsku. Mikil áhersla verður lögð á að nemendur verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, t.d.  við breytt veðurskilyrði, með tilliti til öryggis og tekið skynsamar ákvarðanir varðandi t.d. leiðarval og notkun öryggisbúnaðar.


Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, td. fyrir gönguferðir, skíðaferðir, ísklifur og fl.
  • náttúru Íslands og góðrar umgengni við hana


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • leggja mat á aðstæður í óbyggðum og beita þeim sérhæfða búnaði sem notaður er til útivistar.
  • Setja saman ferðaáætlun og leiða hóp í styttri ferð.
  • Rata eftir áttavita og GPS staðsetningartæki


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta aðstæður með tilliti til öryggis og taka skynsamar ákvarðanir í samræmi við þær, sérstaklega ef breytingar verða á aðstæðum eins og t.d. breytt veðurskilyrði eða snjóalög
  • geta stundað útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar
  • ferðast um óbyggðir Íslands á öruggan og ábyrgan hátt
  • geta tekið þátt í upplýstri umræðu og rökræðum um málefni er tengjast útivist
  • vera meðvitaður um umhverfi sitt, hafa lært að njóta þess, virða og nýta á skynsamlegan hátt með sjálfbærni í huga
  • vera vel undirbúnir fyrir frekara nám einkum á sviði kennslu útivistar á háskólastigi



Námsmat:
Nemendur fara í 8 mismunandi ferðir sem eru bæði skipulagðar af kennara og þeim sjálfum og skrifa lokaskýrslu um allar ferðirnar.

Birt með fyrirvara um breytingar