Tónlistarbúðir - TÓN1E02

Lýsandi heiti áfanga: Tónlistarbúðir
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Nemendur vinna í hópum við að finna texta, hljóma og annað sem kann að þurfa. Nemendur og kennarar velja verkefni tengd tónlistarflutningi til að vinna með og flytja á tónleikum.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • eðli popp/rokktónlistar
  • takti, tónum og hljómum
  • mismunandi hljóðfærum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skipuleggja tónlistaræfingar
  • flytja tónlist
  • skoða og meta eigin frammistöðu og annarra


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina á milli einstakra hljóðfæra
  • geta tekið þátt í samspili og komið fram opinberlega