Tölvunám - TÆK1B02

Lýsandi heiti áfanga: Tölvuviðgerðir
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja kynna sér hlutverk og starf þess er starfar við tölvuviðgerðir og fá upplýsingar um hvað felst í starfi  kerfisstjóra.
Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta gert sér grein fyrir hvernig tölvur og tölvukerfi eru uppfærð, bilanagreind og hvernig unnið er að viðgerðum á tölvubúnaði. Einnig á nemandinn að fá innsýn í hvernig  Windows-stýrikerfi er sett upp og hlutverk netkerfa. Farið verður í heimsókn til fyrirtækja í tölvugeiranum. Að loknum áfanganum eiga nemendur að vera færir um að verða sér úti um frekari þekkingu upp á eigin spýtur.  Nemendur eru hvattir til að koma með sínar eigin borðtölvur til yfirferðar og hreinsunar.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • virkni vélbúnaðar, td. móðurborði, örgjörva, aflgjafa, harðra diska og skjákorta
 • uppsetningu og viðhaldi á Windows-stýrikerfi
 • bilanagreiningu í stýrikerfi, bilanagreiningu vélbúnaðar og lausn vandamála
 • BIOS, CMOS og reklar
 • jaðartækjum, s.s. skjáum og prenturum
 • netkerfum, þar á meðal netbúnaði, stöðlum og Windows domain
 • hugbúnaði og vefsíðum sem gott er að þekkja
 • öryggismálum og vönduðum vinnubrögðum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • skilja vélbúnað, td. móðurborð, örgjörva, aflgjafa, harða diska og skjákort
 • setja upp og viðhalda Windows-stýrikerfi
 • beita bilanagreiningu, finna lausn vandamála og vinna að viðgerðum


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skilja vélbúnaðinn sem hann hefur fyrir framan sig
 • setja upp og viðhalda Windows-stýrikerfi
 • skilja hvernig tölvur og tölvukerfi eru uppfærð og bilanagreind
 • skilja hvernig unnið er að viðgerðum á tölvubúnaði


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar