Sköpunargáfan og hversdagsleikinn - LIL2H02

Lýsandi heiti áfanga: Sköpunargáfan og hversdagsleikinn
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn fjallar meðal annars um okkur sjálf, steríótýpur, hversdagsleikann, myndir af fólki, eigin reynsluheim, ímyndunarafl og sköpunarkraftinn.
Nemendur fá kynningar frá mismunandi listamönnum sem kynna þeim þá liststefnu sem þeir hafa kosið og hvað í henni felst og vinna stutt verkefni tengd hverri stefnu til að átta sig betur á því hvernig framkvæmd hennar er. Að loknum þessum kynningum þurfa nemendur að velja á milli lokaverkefna eftir því í hvaða stefnu þeir hafa valið. Í lok áfangans halda nemendur kynningu á verkefnum sínum.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • þeim liststefnum sem þeim eru kynntar í fyrirlestrum
  • mismunandi aðferðum við listsköpun sína
  • sannleikanum eða skáldskapnum í listsköpuninni


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skapa eftir þeim leiðum sem þeim eru gefnar
  • fá hugmyndir og framkvæma þær
  • takast á við verkefni án þess að óttast niðurstöðuna


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skapa eigið verk eftir fyrirmælum og reglum ákveðinnar stefnu
  • meta verk annarra útfrá þeim fyrirmælum sem voru gefin voru
  • kynna lokaverkefnið sitt fyrir öðrum


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar