Skapandi smiðja - FAB1A02

Lýsandi heiti áfanga: skapandi smiðja - miðannarvika
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Markmið áfangans er að veita innsýn í tölvustudda hönnun og framleiðslu þannig að nemendur geti gert áþreifanlegar frumgerðir af hugmyndum sínum og lært viðeigandi grunnatriði til þess að framkalla hugmyndir sínar.
Unnið verður í Fab Lab (Fabrication Laboratory) sem er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.
Nemendur hanna hlut með aðstoð Inkscape sem er Vektor teikniforrit sem er opin hugbúnaður og ókeypis.
Fab Lab styttir leiðina frá hugmynd til vöru. Tæknin gefur notandanum möguleika á að hanna og prenta/skera út í þrívídd þannig að í verklok er tilbúin frumgerð að hlutnum.
Nemendur fá ákveðið þema til þess að vinna útfrá.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • tölvustuddri hönnun og framleiðslu
  • vinnu með Inkscape


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • þróa hugmynd sína
  • vinna með hugmynd í Inkscape
  • framleiða hugmynd sína með aðstoð FabLab


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • þróa hugmynd og fullvinna hana í Inkscape
  • framleiða vöru sína í FabLab


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar