Leiklist - LEI1A02

Lýsandi heiti áfanga: Leiklist - miðannarvika
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Nemendum kynnast því ferli sem uppfærsla leiksýningar felur í sér, þeir búa til atriði útfrá ákveðnu þema, æfa senur og þróa ferlið sem er bakvið sýningu. Þeir æfa textameðferð og afstöðu á sviði. Þeir velta fyrir sér hvað það er sem þarf til að búa til leiksýningu og eru kynntar nokkrar upphitunaræfingar.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • hvað þarf til að búa til leiksýningu
  • mismunandi tegundum texta
  • því ferli sem uppfærsla leiksýningar felur í sér
  • mismunandi afstöðu á sviði, t.d. stöðutöku, hlustun, hugsun o.s.frv.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meðferð mismunandi texta
  • beita upphitunaræfingum


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • gera sér grein fyrir ferlinu sem er bak við leiksýningu
  • gera sér grein fyrir mismunandi textagerðum
  • búa til stutt atriði eftir ákveðnu þema, t.d. fréttum út blöðum, fyrirsögnum eða dægurlagatexta
  • æfa og flytja atriði sitt
  • horfa á og gagnrýna atriði annarra


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar