Hönnun - HÖN1B02

Lýsandi heiti áfanga: Merkjahönnun/lógó
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Áfanganum er ætlað að kynna hugmyndafræði og vinnuferli sem liggur að baki merkjahönnun þar sem náttúran og nærumhverfi skólans er notað sem innblástur. Í áfanganum verður meðal annars farið í vettvangskönnun með skissubók/myndavél til að safna innblæstri fyrir hönnunina. Nemendur skissa, taka myndir, safna efni (laufum, grasi, steinum o.s.frv.) sem þeir nýta svo í framhaldi við hönnun merkis. Nemendur ákveða sjálfir fyrir hvað sitt merki/lógó stendur.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • merkjahönnun og myndmáli/letri
  • því hvernig nærumhverfið getur nýst í sköpunarferlinu
  • ferlinu bak við merkjahönnun, frá hugmynd til lokahönnunar
  • mikilvægi undirbúnings, upplýsingasöfnunar og skissuvinnu
  • leturfræði og myndmáli


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sjá möguleika til innblásturs í umhverfinu
  • upplýsingasöfnun og skissuvinnu
  • sjá fyrir sér hugmyndir og vinna að þeim


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta tekið dæmi um merkjahönnun og greint myndmál og letur
  • vera upplýstari um nærumhverfi sitt og hvernig má nýta það í sköpunarferlinu
  • hafa náð tökum á sjálfstæðum vinnubrögðum við hugmynda og skissuvinnu
  • geta nýtt sér fjölbreyttar aðferðir við úrlausn verkefna
  • geta tjáð sig á skýran og ábyrgan hátt um eigin verk og annarra
  • geta tekið þátt í samræðum
  • geta átt uppbyggileg samskipti og samstarf
  • geta nýtt sér fræðslu og rannsóknarvinnu til eigin sköpunar


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar