VIFI2SN20(FT) - Vinnustaðanám 1

starfsnám

Einingafjöldi: 20
Þrep: 2
Forkröfur: SAMS1SV04 og FIST1AF06
Vinnustaðanám á Fisktæknibraut er samkvæmt ferilbók hverrar greinar. Við skipulag og framkvæmd er tekið mið af reglugerð 840/2011 um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað. Tilsjónarmenn sjá um að skrá námsframvindu og árangur. Þeir eru starfsmenn kennslufyrirtækja, í þessu tilviki jafnan verkstjórar. Umsjónarmaður vinnustaðanáms í skóla, tilsjónarmaður og nemandi hafa regluleg samskipti um skipulag, framvindu og árangur námsins. Í vinnustaðanámi er sérstaklega gætt ákvæða vinnuverndarlaga og reglugerða um vinnu barna og unglinga. Skipulagning vinnustaðanáms tekur tillit til öryggis, andlegs og líkamlegs heilbrigðis nemenda. Einstaklingar utan skóla eiga þess kost að gangast undir raunfærnimat. Þeir geta nýtt niðurstöður matsins til skipulagningar náms á framhaldsfræðslustigi, til styttingar náms á framhaldsskólastigi eða til staðfestingar á hæfni sinni á vinnumarkaði. Tilgangur vinnustaða námsins er að nemandi kynnist: • Ferskfiskvinnslu, meðferð hráefnis, mismunandi vinnsluaðferðum, mati á afurðum, pökkun, merkingum, kælingu og gæðamálum. • Hafrannsóknarstofnun, tilgangi hafrannsókna og þýðingu þeirra fyrir samfélagið. Gert er ráð fyrir að nemandi í fisktækni fari einn leiðangur á hafrannsóknaskipi • Saltfiskverkun, meðferð hráefnis, mismunandi söltunaraðferðum, mati á afurðum, pökkun, merkingum, kælingu og gæðamálum Öll verk/störf eru skilgreind í ferilbók ásamt tímaáætlun. Aðeins er um kynningu á viðkomandi verkum/störfum að ræða

Þekkingarviðmið

  • meðferð sjávarafurða og ólíkum verkunaraðferðum

Leikniviðmið

  • Framkvæmt mismunandi verkunaraðferðir á sjávarafurðum
  • Framkvæma mat á afurðum í sjávarútvegi

Hæfnisviðmið

  • Miðla þekkingu sinni á meðferð sjávarafurða og ólíkum verkunaraðferðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is