Listkennarar frá Lettlandi

Santa, Aija, Bergþór og Inese
Santa, Aija, Bergþór og Inese

Þrír kennarar við Hönnunar- og listaskólann í Riga í Lettlandi hafa í vikunni fylgst með námi og kennslu á listabraut MTR. Hönnunar- og listaskólinn var áður almennur framhaldsskóli en er nú sérhæfður á sviði lista og hönnunar. Nemendur eru tæplega fimm hundruð en kennarar tæplega eitt hundrað.

Hönnunar- og listaskólinn hefur mikið og margháttað samstarf við atvinnulífið í Lettlandi, sérstaklega á sviði keramikframleiðslu sem er gamall og gróinn listiðnaður í landinu. Nemendur sýna ávallt verk sín í lok hverrar annar en þeir hafa líka tekið þátt í ýmsum sýningum annars staðar, til dæmis á Spáni, sagði Aija Kalvane þegar hún kynnti skólann og starfið þar fyrir kennurum MTR. Margir nemendur Hönnunar- og listaskólans fara í framhaldsnám í Listaháskólanum í Riga og einnig í listaháskólum í öðrum löndum. Aija sagði að margir sem hefðu séð verk nemenda hefðu raunar haldið að þau væru eftir nemendur Listaháskólans í Riga.

Hér má skoða sýnishorn af verkum nemenda Hönnunar- og listaskólans í Riga: http://www.rdmv.lv/upload_files/METODISKIE_MATERILI/Metodiskie_materiali_Zimesana_gleznosana.pdf