Hrísgrjónakeppni

Hrísgrjónakeppni mynd GK
Hrísgrjónakeppni mynd GK

Nemendur í ensku 2B og 1U auka þessa dagana orðaforða sinn með því að spila leik á freerice.com vefsíðunni. Í leiðinni safna þau hrísgrjónum fyrir þurfandi. Í hópunum eru 57 nemendur og hafa þeir þegar þetta er skrifað safnað nægum hrísgrjónum til að fæða 35 einstaklinga í einn dag. Þetta er einstaklingskeppni og nokkur harka í henni.

Nemendur í ensku 2B og 1U auka þessa dagana orðaforða sinn með því að spila leik á freerice.com vefsíðunni. Í leiðinni safna þau hrísgrjónum fyrir þurfandi. Í hópunum eru 57 nemendur og hafa þeir þegar þetta er skrifað safnað nægum hrísgrjónum til að fæða 35 einstaklinga í einn dag. Þetta er einstaklingskeppni og nokkur harka í henni.

Það er Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sem heldur freerice.com síðunni úti og hefur milligöngu um að dreifa þeim hrísgrjónum sem safnast. Við hvert rétt svar gefa stuðningsaðilar síðunnar tíu hrísgrjón. Keppninni lýkur á föstudag með afhendingu verðlauna í formi páskaeggja.

Þeir sem hafa áhuga á þessu geta tekið þátt í leiknum og má benda á að hægt er að reyna sig í ýmsu öðru en ensku á síðunni.  http://freerice.com