Fjölþjóðlegt vistfræðiverkefni

Hópmynd
Hópmynd

Verkefnið snýst um ungmennaskipti og jafningjafræðslu á sviði heilsu, vistfræði og baráttu gegn mengun náttúrunnar. Þátttakendur koma frá Noregi, Litháen, Spáni og Íslandi. Undirbúningsfundur var haldinn í Kópavogi fyrr í vikunni. Þar voru bæði ungmenni og kennarar frá löndunum fjórum. Fyrstu skiptin verða í miðannarvikunni þegar hópar frá Spáni, Noregi og Íslandi hitta félagana í Litháen í bænum Siauliai sem er nyrst í landinu. Í þessum fyrsta áfanga verður áherslan fyrst og fremst á mengun, láðs, lofts og lagar. Fyrir ferðina eiga þátttakendur að kynna sér ákveðin atriði í sambandi við mengun á sínum heimaslóðum. Í apríl á næsta ári hittist hópurinn í Noregi og í september á Tenerife á Spáni.