Upplýsingatækni dreifmenntar - UTDS1A04

Lýsandi heiti áfanga: Hagnýt upplýsingatækni á starfsbraut
Framhaldsskólaeiningar: 4
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Fjallað er um skráar kerfi í tölvum, og hvernig er hægt að halda utanum gögn á skipulagðan hátt. Nemendur læra að búa til möppur og undirmöppur. Farið er í notkun á tölvupósti, og uppsetningu á “Innboxi”, og hvernig er hægt að halda utanum tölvupóst á skipulagðan hátt. Farið er í stafræna ljósmyndun og hvernig við færum myndir af kortum yfir í tölvuna. Nemendur fá einnig þjálfun í að prófa sig áfram í hugbúnaði sem þau þurfa að sækja á netið og setja upp sjálf, (myndasögu forrit). Tekin verður fyrir netnotkun, leitarsíður og fréttasíður og hvernig við notum þessa miðila á ábyrgan hátt. Farið verður í ritvinnslu, töflureikni og glærugerð.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • netinu og notkun þess
  • tölvupósti
  • möppum, undirmöppum og almennu skráarskipulagi í tölvum
  • ritvinnslu, töflureikni og glæruforritum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota netið til upplýsinga öflunar
  • nota tölvupóst til að vera í samskiptum við vini og annað fólk
  • halda utanum gögn og skrár á skipulagðan hátt
  • nota ritvinnsluforrit og helstu aðgerðir til að búa til fallegan texta (leturstærð, miðjun, listar, leturgerð, töflur)


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vera óhræddur við að prófa sig áfram og læra meira á tölvur sem er metið með umræðum og virkni í tímum
  • geta unnið sjálfstætt og óstuddur í tölvum sem er metið með umræðum og virkni í tímum
  • halda utanum gögnin sín og verkefni sem er metið með heimaverkefnum og virkni í tímum
  • nota tölvur við lausn verkefna með opnum og jákvæðum huga sem er metið með virkni í tímum, umræðum og heimaverkefnum


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.

Birt með fyrirvara um breytingar