Innritun

Allar upplýsingar eru eins um stað- og fjarnema, sé munur á er þess getið.

Nemendum býðst að skrá sig í nám við skólann á haust- og vorönn. Almenn innritun er á Menntagátt en fjarnámsinnritun á innritunarvef skólans. Staðnemendur hafa forgang í skólann.

Nemendur sem eru þegar við nám skrá sig í áfanga á valdögum í samráði við umsjónarkennara en innritun á haustönn byrjar í byrjun apríl og innritun á vorönn í byrjun nóvember. Engin kennsla er yfir sumartímann.

Nemendur í námi hafa forgang til skráningar frá námsvali að 1. apríl eða 1. nóvember, eftir það hafa allir sama forgang. Staðnemar hafa forgang í skólann.

Nemendur geta fylgst með stöðu umsóknar sinnar í Innu.

Nemendur sem ekki hafa greitt innritunargjöld á eindaga eru skráðir út sem og þeir sem ekki hafa eða mætt til náms í lok annarrar námsviku.

 

 

(Síðast uppfært 15. júní 2022)