Uppeldisfræði - UPP2A02

Lýsandi heiti áfanga: Fjölgreindarkenning Gardners
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis er vitað að menn skilgreina greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Fjölgreindarkenning Howard Gardners byggir á því að greind mannsins samanstandi af a.m.k. 8 mismunandi en þó jafngildum greindarsviðum. Hver manneskja hefur ekki aðeins eitt þeirra heldur öll, í mismiklum mæli þó. Greindarsviðin sem um ræðir eru: málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, tónlistargreind, líkams- og hreyfigreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind.
Nemendur skoða mismunandi greindir og hvaða styrkleika þær fela í sér, þeir skoða sjálfa sig til þess að gera sér grein fyrir því hvaða greindir séu sterkasta hjá þeim og hvar veikleikar þeirra sjálfra liggja og hvernig hægt er að vinna með þá.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • fjölgreindarkenningu Gardners
  • styrkleikum mismunandi greinda


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tengja sig sjálf við mismunandi greindir
  • greina mismunandi greindir
  • sjá hvaða fög krefjast styrkleika í mismunandi greinum
  • hvernig hægt er að vinna með greindirnar til að tileinka sér hluti


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • finna hvar styrkleikar og veikleikar þeirra liggja
  • þjálfa sig í þeim greindum sem eru veikari en hinar hjá þeim


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar