Lýðheilsa - LÝÐ1D02

Lýsandi heiti áfanga: Heilsuvernd og vellíðan
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Markmið námskeiðsins er að efla og styrkja vitund þátttakenda á heilsusamlegu líferni, andlegu, líkamlegu, og félagslegu. Kynnt verða helstu atriði og/eða tillögur um samnorrænar ráðleggingar í tengslum við mataræði og fyrirbyggingu sjúkdóma. Áfanganum er skipt í fyrirlestra og verklegar kynningar, farið verður í heilsuvernd, snyrtifræði, nudd og jóga og þannig stuðlað að því að nemendur verði meðvitaðir um helstu áhrifavalda sem snerta heilsusamlegt líferni, hvað hefur áhrif á þá andlega, líkamlega og félagslega.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • heilsusamlegu líferni og vellíðan
  • tillögum um samnorrænar ráðleggingar í tengslum við matarræði og fyrirbyggingu sjúkdóma
  • helstu áhrifavöldum sem snerta heilsusamlegt líferni, andlegt, líkamlegt og félagslegt


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • stunda heilsusamlegt líferni
  • gera sér grein fyrir helstu áhrifavöldum á andlegt, líkamlegt og félagslegt líferni hans
  • bera kennsl á neikvæða áhrifavalda og bregðast við þeim


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • stunda heilsusamlegt líferni og hugsa vel um sig bæði andlega, líkamlega og félagslega
  • bregðast við stressi og álagi áður en það hefur neikvæð áhrif á hann


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar