Íþróttir, hreyfing og útivist - LÝÐ1E01

Lýsandi heiti áfanga: Íþróttir, hreyfing og útivist - miðannarvika
Framhaldsskólaeiningar: 1
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn samanstendur af verklegri kennslu í tennis, brimbrettareið, sjóbjörgun með björgunarsveit, kajak, boltaíþróttum, golfi og sundi. Nemendur þurfa að velja sér 6 þætti til að kynna sér. Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um það sem ber að hafa í huga við ástundun þessara greina og hvaða útbúnað þarf.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
  • fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar
  • búnaði sem þarf að hafa til að stunda ýmisskonar hreyfingu


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • iðka fjölbreyttar íþróttir
  • klæða sig eftir veðri og aðstæðum
  • stunda mismunandi hreyfingu
  • þekkja takmörk sín í hreyfingu


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • stunda mismundi íþróttir og hreyfiform
  • nýta sér mismunandi aðstæður til líkamsræktar og heilbrigðra lífshátta
  • gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna


Námsmat:
Í áfanganum eru engin skrifleg verkefni heldur þurfa nemendur að uppfylla mætingarskilyrði hans og taka virkan þátt í greinunum.


Birt með fyrirvara um breytingar