Námsbrautir

Félags- og hugvísindabraut (Staðfestingarnúmer 24)

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Félags- og hugvísindabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á félags- og hugvísindabraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. í félagsfræði, sálfræði, heimspeki, menntavísindum, íslensku og sögu.

Fisktæknibraut

Nemendur geta lokið prófi af fisktæknibraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Fisktæknibraut er 120 einingar og er byggð upp af kjarna, brautarkjarna, vinnustaðanámi og brautarvali. Fisktæknibraut er fyrir nemendur sem hafa starfað í nokkurn tíma við fiskvinnslu, nemendur þurfa að fara í raunfærnimat til að sjá hversu mikinn hluta af vinnustaðanámi er hægt að meta til eininga. Kjarninn er 29 einingar, brautarkjarninn er 27 einingar, vinnustaðanámið er 50 einingar og brautarvalið 14 einingar. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli hæfniþrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á brautinni í samráði við námsráðgjafa eða umsjónarmann brautarinnar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu.

Grunnmenntabraut (Staðfestingarnúmer 31)

Nemendur geta lokið framhaldsskólaprófi af grunnmenntabraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Grunnmenntabraut er 90 einingar og meðalnámstími er 3-4 annir. Grunnmenntabraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 54 einingar og frjálsa valið 36 einingar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli hæfniþrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á grunnmenntabraut í samráði við námsráðgjafa.

Íþróttir og útivist, íþróttabraut (Staðfestingarnúmer 28)

Bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Íþróttabraut, er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á íþróttabraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í íþróttum og lýðheilsu, s.s. íþróttagreinar, íþróttafræði og næringarfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni heppilegur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. á sviði kennslu, íþróttafræða og útivistar hér á landi sem erlendis.

Íþróttir og útivist, útivistarbraut

Bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Útivistarbraut, er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á útivistarbraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í útivist, íþróttum og lýðheilsu, s.s. fjallamennsku, íþróttagreinar, íþróttafræði og næringarfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni heppilegur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. á sviði kennslu, íþróttafræða og útivistar hér á landi sem erlendis.

Íþróttir og útivist, útivistarbraut (Staðfestingarnúmer 27)

Bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Útivistarbraut, er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á útivistarbraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í útivist, íþróttum og lýðheilsu, s.s. fjallamennsku, íþróttagreinar, íþróttafræði og næringarfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni heppilegur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. á sviði kennslu, íþróttafræða og útivistar hér á landi sem erlendis.

Kjörnámsbraut (Staðfestingarnúmer 29)

Námsbraut sem lýkur með 200 eininga stúdentsprófi og skilar nemendum m eð hæfni á 3. hæfniþrepi. Nemendur velja þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á og skipuleggja náið í samráði við námsráðgjafa. Uppfylla þarf skilyrði um fjölda eininga á hæfniþrepi.

Listabraut (Staðfestingarnúmer 26)

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Listabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á námsbrautinni er áhersla á hinar ýmsu listgreinar, nemendur velja sérhæfingu í myndlist, listljósmyndun eða tónlist. Á námstímanum eru í boði hinir ýmsu áfangar sem tengjast samfélaginu og atvinnulífinu, þar sem starfandi listamenn leiðbeina nemendum. Nám á listabraut er góður undirbúningur undir frekara nám í listum á háskólastigi eða störf sem tengjast sérhæfingu þeirra.

Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 25)

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Náttúruvísindabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á náttúruvísindabraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í stærðfræði og raungreinum, s.s. jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði, raungreinum og heilbrigðisvísindum.

Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 30)

Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Starfsbraut er 240 einingar. Nám á starfsbraut miðast alltaf við 4 ár, einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn en nemendur útskrifast eftir 4 ár óháð einingafjölda. Nám og kennsla á starfsbraut eru skipulögð með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er á að auka félagsleg samskipti nemenda og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði.

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.