Grunnmenntabraut (Staðfestingarnúmer 31)

Nemendur geta lokið framhaldsskólaprófi af grunnmenntabraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Grunnmenntabraut er 90 einingar og meðalnámstími er 3-4 annir. Grunnmenntabraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 54 einingar og frjálsa valið 36 einingar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli hæfniþrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á grunnmenntabraut í samráði við námsráðgjafa.

Forkröfur

Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla.

Skipulag

Nemendur geta lokið framhaldsskólaprófi af grunnmenntabraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Grunnmenntabraut er 90 einingar og meðalnámstími er 3-4 annir. Grunnmenntabraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 54 einingar og frjálsa valið 36 einingar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli hæfniþrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á grunnmenntabraut í samráði við námsráðgjafa. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Nauðsynlegt er að skipuleggja nám sitt vel og hvaða tíma ætlað er í námið. Hver námseining er skipulögð af kennara þannig að hann gerir ráð fyrir að nemandinn þurfi 3 daga miðað við 6-8 klukkustunda vinnu til að ljúka henni. Fimm eininga áfangi er því miðaður við að nemandinn skili 15 daga vinnu. Henni er síðan dreift yfir önnina. Vinna þarf jafnt og þétt allar vikur til að ná árangri. Nemandi og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára fá upplýsingar um námsframvindu nemenda í Innu á meðan á námsönn stendur, stutta umsögn á 2-3 vikna fresti.

Námsmat

Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.

Reglur um námsframvindu

Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Sjá nánari útfærslu í skólareglum.

Hæfnisviðmið

  • beita góðri almennri þekkingu í þeim fögum sem þeir hafa lagt stund á
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu sem tengjast skilgreindu sérsviði
  • vera meðvitaðir um umhverfi sitt, njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
  • nýta þá kunnáttu sem þeir hafa öðlast sér til áframhaldandi náms eða starfs sem tengist sérkunnáttu þeirra
  • stunda frekara nám

Almennur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Íslenska ÍSLE 2RB05 1UN03 3 5 0
Enska ENSK 2SL05 1UE03 3 5 0
Inngangur að náttúruvísindum INNÁ 1IN05 5 0 0
Inngangur að félagsvísindum INNF 1IF05 5 0 0
Inngangur að listum INNL 1IL05 5 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1GB02 1ÆF02 1HR01 5 0 0
Stærðfræði STÆR 1GH03 2TL05 3 5 0
Frumkvöðlafræði FRUM 1TR05 5 0 0
Upplýsingatækni dreifmenntar UPPD 2UD05 0 5 0
Einingafjöldi 54 34 20 0