Félags- og hugvísindabraut (Staðfestingarnúmer 24)

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Félags- og hugvísindabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á félags- og hugvísindabraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. í félagsfræði, sálfræði, heimspeki, menntavísindum, íslensku og sögu.

Forkröfur

Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Bókleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Félags- og hugvísindabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir.

Námsmat

Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.

Reglur um námsframvindu

Nemandi ljúki 33-34 einingum á önn til að ljúka námi á þremur árum. Uppbygging náms skal vera í samræmi við reglur um einingar á hæfniþrepum (sjá skipulag brautar). Nánari útfærslu má finna í skólareglum.

Hæfnisviðmið

  • geta greint einkenni og þróun samfélaga og gera sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili hugvísinda, félagsvísinda og samfélags
  • beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun
  • vera meðvitaður um umhverfi sitt, njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
  • fjalla um meginstrauma menningar, trúar, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð
  • taka þátt í rökræðum um samfélagsleg efni
  • lesa tölfræðilegt efni til að lesa og setja fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
  • stunda frekara nám, einkum í félags- og hugvísindum á háskólastigi

Almennur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Íslenska ÍSLE 2RB05 2FM05 3BN05 3FO05 3GL05 0 10 15
Enska ENSK 3BS05 2SL05 2LM05 3BÁ05 0 10 10
Inngangur að náttúruvísindum INNÁ 1IN05 5 0 0
Inngangur að félagsvísindum INNF 1IF05 5 0 0
Inngangur að listum INNL 1IL05 5 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1GB02 1ÆF02 1HR01 1LV01 6 0 0
Danska DANS 2MS05 2MV05 0 10 0
Frumkvöðlafræði FRUM 1TR05 5 0 0
Stærðfræði STÆR 2TL05 2JM05 0 10 0
Upplýsingatækni dreifmenntar UPPD 2UD05 0 5 0
Heimspeki HEIM 2AH05 0 5 0
Sálfræði SÁLF 2AA05 0 5 0
Félagsfræði FÉLA 2KR05 2ST05 0 10 0
Spænska SPÆN 1BY05 1SP05 1SO03 13 0 0
Saga SAGA 2MF05 0 5 0
Einingafjöldi 134 39 70 25

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Samfélagsfræði SMFÉ 2SH03 0 3 0
Markaðsfræði MARK 2AM05 3AM05 3ML05 0 5 10
Heimspeki HEIM 2FF05 0 5 0
Hagfræði HAGF 2FL05 0 5 0
Uppeldisfræði UPPE 2GA02 0 2 0
Saga SAGA 2KM05 0 5 0
Tölvuleikir TÖLL 2KV05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2RS02 2DB02 3ÆF05 3YN05 0 4 10
Lífsleikni LÍFS 2ST02 0 2 0
Tölvuleikir, leikjatölvur TÖLE 2SF05 0 5 0
Tölvur TÖLV 2TT02 0 2 0
Verkefnavinna VERV 2VV05 3VL05 0 5 5
Enska ENSK 3UH05 3YN05 0 0 10
Félagsfræði FÉLA 3FJ05 3MA05 0 0 10
Myndlist, myndlæsi, Íslenska HETJ 3HS05 0 0 5
Sálfræði SÁLF 3JS05 0 0 5
Stærðfræði STÆR 3TÁ05 0 0 5
Einingafjöldi 108 0 48 60