Íþróttir og útivist, íþróttabraut (Staðfestingarnúmer 28)

Bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Íþróttabraut, er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á íþróttabraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í íþróttum og lýðheilsu, s.s. íþróttagreinar, íþróttafræði og næringarfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni heppilegur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. á sviði kennslu, íþróttafræða og útivistar hér á landi sem erlendis.

Forkröfur

Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Íþróttabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir.

Námsmat

Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.

Reglur um námsframvindu

Nemandi ljúki 33-34 einingum á önn til að ljúka námi á þremur árum. Uppbygging náms skal vera í samræmi við reglur um einingar á hæfniþrepum (sjá skipulag brautar). Nánari útfærslu má finna í skólareglum.

Hæfnisviðmið

  • sjá um viðburð sem tengist íþrótta- og útivistarstarfi, s.s. kennslu, þjálfun, gönguferð eða móti sem tekur til undirbúnings, skipulags, framkvæmdar og mats ásamt því að geta metið hlutlægt eigin frammistöðu við verkið og nýtt niðurstöðuna til að ná betri árangri.
  • taka þátt í upplýstri umræðu um málefni er tengjast hreyfingu, heilsueflingu, þjálfun og útivist
  • taka ábyrgð á þjálfun og leiðbeint öðrum
  • beita fræðilegri og verklegri undirstöðuþekkingu
  • greina frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls
  • taka þátt í rökræðum um efni sem tengjast hreyfingu, heilsu, þjálfun og útivist
  • stunda íþróttir og útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, t.d. fyrir gönguferðir, skíðaferðir, hjólreiðar, brimbrettareið og fl.
  • þekkja hvernig má nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
  • flétta hreyfingu inn í daglegt líf og starf.
  • vera meðvitaður um umhverfi sitt, njóta þess, virða og nýta á skynsamlegan hátt með sjálfbærni í huga
  • stunda frekara nám einkum á sviði kennslu íþróttafræða og útivistar á háskólastigi

Almennur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Íslenska ÍSLE 2RB05 2FM05 3BN05 3FO05 0 10 10
Enska ENSK 3BS05 2SL05 2LM05 0 10 5
Inngangur að náttúruvísindum INNÁ 1IN05 5 0 0
Inngangur að félagsvísindum INNF 1IF05 5 0 0
Inngangur að listum INNL 1IL05 5 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1GB02 1ÆF02 1HR01 1LV01 6 0 0
Danska DANS 2MS05 2MV05 0 10 0
Frumkvöðlafræði FRUM 1TR05 5 0 0
Stærðfræði STÆR 2TL05 2JM05 0 10 0
Upplýsingatækni dreifmenntar UPPD 2UD05 0 5 0
Íþróttagrein ÍÞRG 1BÝ02 1HA02 1KN02 1KÖ02 8 0 0
Barna- og unglingaþjálfun BUÞJ 2ÞJ05 0 5 0
Líffæra og lífeðlisfræði LÍOL 2BV05 3FR05 2IL05 0 10 5
Næringarfræði NÆRI 2GR05 0 5 0
Íþróttafræði ÍÞRF 2HF05 2ÞA05 0 10 0
Einingafjöldi 129 34 75 20

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Afreksíþróttir AÍÞR 2AÍ03 3AF03 3AÍ03 3AR03 3AÞ03 1AÍ03 3 3 12
Skyndihjálp SKYN 2SH02 0 2 0
Boltaíþróttir BOLT 2KB05 0 5 0
Fjallamennska FJAM 2UF05 0 5 0
Líffræði LÍFF 2GL05 0 5 0
Lýðheilsa LÝÐH 2HF02 2VÍ02 2ÍÚ02 2ÚÍ01 1HH02 1HV02 1SI01 1HÚ01 6 7 0
Verkefnavinna VERV 2VV05 3VL05 1VV05 5 5 5
Sálfræði SÁLF 2ÍÆ05 0 5 0
Útivist ÚTIV 2HR05 2ÚS05 3SV05 0 10 5
Íþróttagrein ÍÞRG 3BA02 3BB02 3HA02 3KN02 3KÖ02 0 0 10
Barna- og unglingaþjálfun BUÞJ 3ÞJ05 0 0 5
Frjálsar íþróttir FRÍÞ 3ÞK02 3ÞG02 3TM02 0 0 6
Knattspyrna KNAT 3KS02 3KÆ02 3KA02 3KD02 3KE02 3KF02 0 0 12
Næringarfræði NÆRI 3NA05 0 0 5
Einingafjöldi 121 14 47 60