Mötuneyti

Mötuneyti Menntaskólans er opið frá kl. 11:40-13:00 alla virka daga. Rekstraraðili mötuneytisins er Kaffi Klara og er mötuneytið opið fyrir alla bæjarbúa og aðra gesti, ekki bara starfsfólk og nemenda skólans. 
Rík áhersla er lögð á að nota ferskt hráefni og elda sem mest frá grunni. Eldað er með umhyggju og virðingu fyrir hráefnunum sem notuð eru og reynt að fremsta megni að spyrna fóti við matarsóun. 
Í hádeginu er alltaf í boði súpa og salatbar, auk máltíð dagsins.

Stök máltíð kostar 1500 kr.
Matarmiðar kosta 13.500 fyrir 10 máltíðir. 
Matseðill vikunnar