Listljósmyndun – LIL2B05

Lýsandi heiti áfanga: Grunnáfangi í listljósmyndun
Framhaldsskólaeiningar: 5
Undanfari: Inngangur að listum, ILI1A05

Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðist dýpri og sérhæfðari þekkingu á listljósmyndun og geti nýtt hana í öllum færniþáttum bæði tæknilega og listrænt við eigin listsköpun. Farið er í er fjölbreytt efni um listljósmyndun með lestri og myndböndum. Fjallað er um listljósmyndara innlenda sem erlenda og þeir greindir með tilliti til stefnu og strauma listgreinarinnar. Verk eru borin saman, flokkuð og rædd. Nemendur spreyta sig síðan á því að túlka í ljósmyndum og orðum eigin verk og annarra ásamt því að setja upp sýningu með eigin verkum.

Áhersla er lögð á listrænar portettmyndatökur bæði í stúdíói og umhverfisportrett. Myndatökur af uppstilltum hlutum og listaverkum. Sérstök áhersla á beitingu lýsingar og hvernig ljósið málar viðfangsefnin.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • hvernig hægt er að beita myndavél til að skapa listljósmynd
 • myndbyggingu, gullinsniði, formi, áferð, línum og litum
 • fjölbreyttum orðaforða um listljósmyndum til að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær
 • mismunandi stefnum og straumum í listljósmyndun, geta borið saman verk og aðgreint þau
 • þeirri ábyrgð sem felst í að taka, birta og vinna listljósmyndir
 • geta miðlað skriflega og með listljósmyndum eigin hugmyndum
 • myndatöku í með stúdíóljósum inni og úti með mismunandi búnaði
 • mismunandi viðbótarlýsingu
 • þekktum listljósmyndum sem tengjast efni áfangans
 • vinnslu listljósmynda af fólki og hlutum
 • stilla upp fyrir listræna ljósmyndatöku með stúdíóljósum
 • listljósmyndun til að undirbúa frekara nám.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • taka listrænar ljósmyndir með fjölbreyttum lýsingaraðferðum
 • tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um listljósmyndun og listljósmyndir
 • skipuleggja vinnuferli við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu listljósmyndaseríu eftir eigin hugmynd
 • velja verkfæri og aðferðir við að skapa listljósmyndir með mismunandi tjáningarformum
 • sýna frumkvæði og sjálfstæði í grunn vinnubrögðum listljósmyndunar
 • taka þátt í umræðum um listljósmyndir.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • tjá skoðanir sínar á listljósmyndum
 • skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi listljósmyndunar á ábyrgan, sjálfstæðan og skýran hátt
 • bera virðingu fyrir grundvallarreglum um meðferð listljósmynda og býr yfir ábyrgð gagnvart starfi listljósmyndarans og starfsumhverfis hans
 • skapa skýra sjálfsmynd og gerir sér grein fyrir nýjum tækifærum í listljósmyndun
 • geta metið eigin þekkingu og leikni ásamt því aða gera sér grein fyrir hvernig frekara nám eflir hæfni og eykur möguleika
 • þekkja sjálfan sig sem listamann
 • vinna á skapandi hátt við listiðkun sína
 • sýna verk sín á listsýningu og hafa samskipti við gesti um verk sín
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi og innan samfélags listljósmyndara og listarinnar
 • tengja þekkingu sína og leikni við starfsumhverfi listljósmyndunar og daglegt líf.


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, sköpun og áræði.
Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.

Birt með fyrirvara um breytingar