Fjarnám

Innritun nýrra nemenda á vorannir hefst 1. nóvember og innritun á haustannir 1. apríl. Ekki er kennd sumarönn.

Val fyrir fjarnemendur skólans opnar þriðjudaginn eftir miðannarviku. Nemendur sem ekki velja eru taldir hafa sagt sig úr skólanum. 

Allar upplýsingar um áfanga sem nemandi er skráður í má finna í Innu fljótlega eftir að umsókn er skilað inn, hér eru leiðbeiningar. Mikilvægt er að nemendur fylgist með tölvupósti sem þeir skrá við innritun til að fá mikilvægar upplýsingar frá skólanum. Nám og kennsla fara fram í kennslukerfi (Moodle). Nemendur skrá sig sjálfir í Moodle (moodle.mtr.is) en fá bréf frá kennara um það leyti sem áfangi byrjar með lykilorði inn í áfanga sína. Ef netfang er rangt í Innu eða nemandi er skráður seint inn, getur bréfið misfarist og þá er mikilvægt að nemendur hafi samband við umsjónarkennara fjarnema til að tryggja að þeir komist strax inn. Kennsla byrjar strax og fyrstu skil, sem telja til lokaeinkunnar, eru í fyrstu viku.

Skólareglur gilda jafnt um fjarnema og staðnema utan reglna um skólasókn.

Fjarnemendur fá stundatöflu án mætingaskyldu, þeir fylgja skóladagatali eins og aðrir og geta mætt í tíma eftir stundatöflu ef þeir svo kjósa.

Mikilvægt er fyrir fjarnemendur að vera vel meðvitaðir um að öll skilaboð, upplýsingar, skóladagatal, skólareglur, stoðþjónusta og annað er til fjarnemenda eins og staðnemenda. Skólinn lítur á báða hópa á sama hátt utan mætingarskyldu.

Umsjónarkennari fjarnema: Birgitta Birna Sigurðardóttir, birgitta@mtr.is

Tæknileg aðstoð: Gísli Kristinsson, gisli@mtr.is

Athugið: Frestur er nánast aldrei gefinn á verkefnaskilum. Eina undantekningin eru mjög alvarleg veikindi nemanda eða fráfall náins ættingja. Skólameistari Lára Stefánsdóttir, lara@mtr.is er eini starfsmaðurinn sem hefur heimild til að semja um skil utan skilatíma.

Námsráðgjöf: Námsráðgjafi skólans þjónustar fjarnemendur eins og staðnemendur.

Námsgjöld eru ekki endurgreidd.

Fjarnámið er með síðu á Facebook, hafið samband við umsjónarkennara fjarnáms til að hafa aðgang þar inn.

Síðast breytt  6. desember 2022